Hjá okkur skiptir maturinn öllu máli

Oddsteinn Gíslason matreiðslumeistari í Matbæ keypti nýlega rekstur Kænunnar af Jóni Ólafi Guðmundssyni (Jonna) en Jonni hefur rekið hana frá árinu 2006.

Kænan opnaði í núverandi húsnæði í ágúst 1989 en þá hafði veitingahúsið verið í timburhúsi við höfnina frá 1980.

Oddsteinn hefur rekið veitingaþjónustu fyrir Hótel Hafnarfjörð og rekið hádegisverðarstaðinn Bakhúsið auk þess sem hann sér um mötuneyti fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Kænan verður rekin með svipuðu sniði og áður, opnar snemma á morgnana þar sem boðið er upp á morgunverð frá kl. 7.30 og hádegisverð sem er gríðarlega vinsæll meðal iðnaðarmanna og annarra sem vilja góðan heimilismat.

Kænan býður upp á lambalæri og purusteik í hádeginu á föstudögum sem hefur notið mikilla vinsælda og komu um 200 manns í hádeginu þegar fyrst var boðið upp á það í Kænunni.

VEISLUÞJÓNUSTA
Matbær mun sem fyrr bjóða upp á veisluþjónustu, hvort heldur í Kænunni eða í öðrum húsakynnum viðskiptavina. Er Oddsteinn rómaður fyrir glæsilegar veislur og mun að sjálfsögðu bjóða upp á jólahlaðborð í desember.

KAFFIHÚS VIÐ HÖFNINA
Kænan opnar snemma á morgnana fyrir morgunmat og með kaffinu allan daginn er boðið upp á kökur, smurt brauð og fleira góðgæti.

Kænan er vel staðsett við smábátahöfnina og vonumst við að sjá sem flesta Hafnfirðinga líta við í kaffi.

Láttu okkur sjá um að gera veisluna þína ógleymanlega.

Hafðu samband í dag.

steini@matbaer.is
Sími: 565-1550

Óseyrarbraut 2

220 Hafnarfirði

Mán-Fös: 07.30 – 15:00

Lau: 09:00 – 14:00

Borðapantanir:

565 1550

2017 Kænan veitingastaður. Allur réttur áskilinn.