Hjá okkur skiptir maturinn öllu máli

Eigandi Kænunar er Oddsteinn Gíslason matreiðslumeistari

Kænan opnaði í núverandi húsnæði í ágúst 1989 en þá hafði veitingahúsið verið í timburhúsi við höfnina frá 1980.

Kænan verður rekin með svipuðu sniði og áður, opnar snemma á morgnana þar sem boðið er upp á kaffi frá kl. 7.30 og hádegisverð sem er gríðarlega vinsæll meðal iðnaðarmanna og annarra sem vilja góðan heimilismat.

Kænan býður upp á lambalæri og purusteik í hádeginu á föstudögum sem hefur notið mikilla vinsælda

VEISLUÞJÓNUSTA
Kænan mun sem fyrr bjóða upp á veisluþjónustu, hvort heldur í Kænunni eða í öðrum húsakynnum viðskiptavina. Er Oddsteinn rómaður fyrir glæsilegar veislur og mun að sjálfsögðu bjóða upp á jólahlaðborð í desember.

Kænan er vel staðsett við smábátahöfnina og vonumst við að sjá sem flesta Hafnfirðinga líta við

Láttu okkur sjá um að gera veisluna þína ógleymanlega.

Hafðu samband í dag.

steini@matbaer.is
Sími: 565-1550

Óseyrarbraut 2

220 Hafnarfirði

Mán-Fös: 07.30 – 15:00

Lau: 09:00 – 14:00

Borðapantanir:

565 1550

2017 Kænan veitingastaður. Allur réttur áskilinn.